Hvað eru nikótínpúðar?
Hvað eru nikótínpúðar ?
- Nikótínpúðar er ný tegund nikótínvara sem rutt hafa sér til rúms í Evrópu.
- Púðarnir innihalda nikótín og bragðefni og eru án tóbaks. Púðarnir eru hvítir á litinn og hægt að fá þá í mismunandi nikótínstyrk, hvað sem hentar þér best.
- Nikótínpúðarnir eru tilvaldir fyrir þá sem vilja draga úr eða hætta tóbaksneyslu.
- Nikótínpúðarnir eru tilvaldir fyrir þá sem finnst upplifunin af nikótíntyggjói, -töflum, -spreyi og fl. ekki henta sér.
- Nikótínpúðarnir eru settir undir efri vör og er ráðlagður neyslutími um 30 mínútur. Allar dósir hafa sérstök losunarhólf og er því hægt að losa hvar og hvenær sem er.
Eru nikótínpúðar löglegir ?
Nikótínpúðarnir falla ekki undir reglugerðir um bann við sölu á munntóbaki og fínkornóttu neftóbaki þar sem um tóbakslausa vörur eru að ræða. Enn sem komið er hefur ekki verið sett sérstök löggjöf um nikótínpúða og falla þeir því ekki undir neinar sérstakar reglugerðir eða lög.