Skilmálar

Við hjá Snuskónginum viljum veita sem bestu þjónustu og bjóðum viðskipavinum okkar persónulega og góða þjónustu. Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem verslunin gefur sér en ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá svörum við fyrirspurnum á snuskongurinn@snuskongurinn.is

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilan:

Fairvape ehf.
Fákafen 11, 108 Reykjavík 
s: 787-7040

kt. 550616-1650
VSK: 125388
snuskongurinn@snuskongurinn,is

Fairvape ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Vafrakökur og persónuvernd


snuskongurinn.is notast við vafrakökur (Cookies) til þess að bæta virkni síðunnar gagnvart þér þar sem slíkt á við. Með því að nota þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum.

Allar upplýsingar sem mögulega eru geymdar um þig eða þína notkun eru með öllu trúnaðarmál og munu aldrei vera afhentar þriðja aðila.

Einu skiptin þar sem að þriðji aðili fær einhverjar upplýsingar úr okkar kerfi um viðskiptavin er þegar að verið er að greiða fyrir vöru, Þá sendir kerfið upplýsingar um þig í örugga greiðslugátt þess þjónustuaðila sem þú velur að greiða með svo hægt sé að tengja pöntun og greiðslu saman.
Allir þjónustuaðilar okkar vinna eftir ströngum öryggis og trúnaðar reglum.

Skráir þú þig á póstlista þá munu þínar upplýsingar vistast í kerfi þess þjónustuaðila sem við notumst við hverju sinni (Mailchimp) í þar til gerðum lista.
Mailchimp vinnur eftir ströngustu reglum persónuverndarlaga og munu upplýsingar þínar aldrei vera vísvitandi afhentar þriðja aðila af okkur né Mailchimp.

Persónuverndar stefnu okkar má finna hér: Persónuvernd


Afhending vöru:

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Hægt er að sækja vöru í verslun eða fá hana senda með Íslandspóst. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Fairvape ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Fairvape ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda. 
Verð á vöru og sendingakostnaður:

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk en sendingakostnaður bætist síðan við áður en greiðsla fer fram. Við sendum allar vörur með Íslandspósti beint heim að dyrum. Sendingakostnaður er Kr.1.000.  Einnig er hægt að fá að sækja í þá verslun sem valin er.

Greiðslur í vefverslun:

Allar greiðslur fara fram í gegnum öruggar greiðslugáttir og geymir Fairvape ehf. ekki neinar kortaupplýsingar eða lykilorð.

Þú getur valið um að greiða með eftirfarandi leiðum:
1. Kredit-/Debetkort - Greitt í gegnum örugga gátt Valitors með annaðhvort kredit- eða debetkorti.

2. Greiða er hægt með Netgíró.

3. Greiða er hægt með millifærslu á bankareikning:

515-26-161650
kt. 550616-1650

Að skipta og skila vöru:

Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Viðskiptavinur greiðir fyrir sendingakostnað ef viðkomandi sendir vöruna til baka.
Við bjóðum upp á að skipta í aðra vöru eða inneignarnótu ef vörum er skilað eftir 30 daga eftir afhendingu.
Ef þú færð ranga vöru í hendurnar þá endurgreiðum við vöruna að fullu ásamt sendingarkostnaði eða sendum þér rétta vöru.

Hætta við pöntun:

Ef þú vilt hætta við pöntun eftir að hafa staðfest pöntun í vefverslun þá er best að senda okkur tölvupóst og hætta þannig við pöntun og fengið endurgreitt að fullu. Við sendum vörur frá okkur hvern dag og þarf slík tilkynning að koma innan sólarhrings eftir það fer sendingarkostnaður í hlut viðskiptavinar ef hann kýs að hætta við pöntun.

Gallar og annað:

1. Ef við afhendum ranga vöru skal hafa samband við okkur. Viðskiptavinur skal senda vöruna til baka óopnaða á okkar kostnað og við sendum rétta vöru til viðskiptavinar. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að athuga hvort rétt vara hafi verið afhend áður en vara er tekin úr pakkningu.

2. Ef vara reynist gölluð, fæst henni skipt fyrir sömu vöru eftir skoðun hjá okkur.

3. Ef viðskiptavinur telur vöru gallaða þurfum við að fá hana afhenta til skoðunar. Reynist vara ekki gölluð við skoðun hjá okkur þá er vara endursend á kostnað viðskiptavinar.

4. Ef varan virkar ekki með "Þinni" vöru sem ekki er keypt hjá okkur en virkar á okkar vörum, telst það ekki galli á okkar vöru.

5. Til að skila til okkar vöru þarf að senda hana til okkar vel innpakkaðri í A pósti. Einnig þarf að framvísa upprunalegri kvittun ásamt kennitölu, nafni og símanúmeri. Upplýsingar skulu fylgja með sem og ástæða endursendingar.
Við berum ekki ábyrgð á glötuðum sendingum sem sendar eru til okkar.

6. Viðskiptavinir sem reyna að skila klónuðum vörum, þ.e vörum sem eru eftirlíkingar eða vörum sem ekki eru keyptar hjá okkur og ekki gerðar af framleiðendum sem við styðjum og seljum frá, munu fá vöruna endursenda til sín á eigin kostnað, og þeir viðskiptavinir munu ekki lengur fá að versla á vefsíðu okkar né í verslun og málið meðhöndlað sem vörusvik samkvæmt lögum.

Trúnaður (Öryggisskilmálar):

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

Lög og varnarþing:

Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna þeirra skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur
Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

Við fögnum athugasemdum um þessa stefnu. Ef þér finnst við ósanngjörn að einhverju leiti eða ef það er eitthvað sem við höfum ekki tekið nógu skýrt fram, hafðu þá endilega samband við okkur og við munum finna leið til að gera alla ánægða.